Friday, November 03, 2006

Af einhverjum á stæðum fletti ég upp ,,úrkynjuð list" á myndleitarsíðu Google og þetta var eina myndina sem kom fram:



Þetta er menntafrömuðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu sem um miðbik síðustu aldar skar upp herör gegn formbreytingum og tilraunum í listum, m.a. með svokallaðri ,,háðungarsýningu" árið 1942 þar sem almenningi var gefinn kostur á að sjá hversu úrkynjuð samtímalist var þá orðin. Sökum mikillar andstöðu listamanna höfðu sýningarnar þveröfug áhrif, og urðu raunar til þess að efla samstöðu og félagsanda listamanna, sem og vitund þeirra fyrir eigin mikilvægi í samfélaginu. Margir af þeim listamönnum sem Jónas hafði hvað mestan ímugust á áttu seinna eftir að láta mikið að sér kveða og skipa ómissandi sess í íslenskri samtímamenningu.

Í dag finnast engir Hriflu-Jónasar í samféaginu og þess vegna fjallar almenningur ekki um list án þess að hafa myndað sér ígrundaða og rökstudda skoðun á hverju listaverki fyrir sig. Fólk lætur almennt vera að fella dóm yfir listamönnum án þess að vita hvað þeir eru að gera, hvað það gæti mögulega þýtt og við hverja hvert einstakt verk (eða hver tilraun, ef því er að skipta) á erindi. Það er alveg frábært.

Góðar stundir,
Friðgeir.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég feginn að engir hriflujónasar eru á ferli lengur. Í dag getur maður treyst á það að fjölmiðlar seti sig inn í málinn og fjalli fordómalaust um listsköpun.

Einnig getur maður búist við því að allir í samfélaginu almennt seti sig inn í málin áður en þeir kveða upp dóm.

Ísland hefur svo sannarlega þroskast frá því að vera lítið sveitarþorp yfir í að vera mjög stórt sveitarþorp. (Með átta kvikmyndahúsum, og tveim götum tileinkuðum skemmtanalífi)

Snæbjörn

1:39 PM  

Post a Comment

<< Home