Friday, October 13, 2006

Ágætu nemendur leiklistadeildar, hin útvöldu!

Á þar til gerðum fundi var mér ásamt fleirum falin sú ábyrgð að sjá um að dæla efni inn á þessa síðu gegn því loforði að ég léti eftir mig vikulegan pistil. Glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir að ég stóð við loforð mitt fyrstu vikuna og síðan ekki söguna meir. Nú er svo komið að ég vil biðja ástkæra samnemendur mína afsökunar, og það sem meira er þá vil ég gera yfirbót. Því hafði ég hugsað mér að tjá mig um sumt það sem gengið hefur á í skólanum og er víst af ýmsu að taka, raunar svo að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Að vandlega ígrunduðu máli held ég samt að það sé best að byrja á að segja eitthvað stórkostlega hlægilegt. Lesendum til hægðarauka verður grínið sérstaklega merkt með þar til gerðum greinamerkjum. Gjörið svo vel:

Nemendur á mismunandi brautum eru að læra eitt og annað mismunandi. Þannig eru leikarar á öðru ári á fullu í Grikkjunum, en annað ár F & F sýndu í vikunni verkefni í líkamsmiðlunarnámskeiði og gerðu mörgum áhorfendum grikk :) með því að koma mörg hver nakin fram. Jæja, en neyðin kennir nöktum nemendum að spinna :), er það ekki?

Segja má að nám við Deildina sé enginn dans á rósum. Þessu komust dansarnemarnir :) að þegar kom að busun. Þar sem dansaranámið er enn sem komið er aðeins eitt ár þá eru engir eldri bekkingar til að framkvæma busun. Dansararnir dóu þó ekki ráðalausir heldur busuðu sig einfaldlega sjálfir. Þeir eru sko aldeilis ekki í sjálfheldu :) þessir dansarar.

Nú í kvöld er gjörningakvöld í skólanum og er ógjörningur :) um það að spá hvað þar fer fram. Nánar um það síðar.

Látum þetta nægja í bili. Fleiri skondnar fréttir í næstu viku. Ég lofa:).

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hvernig gengur að safna í myndadótið?

10:12 PM  

Post a Comment

<< Home